
í bikarnum. Við komum sem lið með það að markmiði að komast í átta liða úrslit. Við vissum það að við værum að fara inn í erfiðann leik en við vissum líka að þetta gæti orðið góður leikur ef við spiluðum vel en þegar allt kemur til alls gerðum við bara ekki nóg“ Sagði Chris Brazzell þjálfari Gróttu um leikinn eftir að Grótta féll úr leik í Mjólkurbikarnum með 2-1 tapi gegn Víkingum í Víkinni fyrr í dag.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 - 1 Grótta
Grótta var síst lakara liðið í dag og þá kannski sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem liðið velgdi Víkingum vel undir uggum. Var trú manna í klefanum í hálfleik sterk?
„Við vorum ekkert hoppandi og furðulostnir yfir því hvað við getum gert í hálfleik. Við vitum hvað við getum gert sem lið bæði gott og slæmt. Þannig að frammistaða okkar í fyrri hálfleik kom okkur ekkert á óvart en ég og liðið erum frekar held ég vonsviknir með okkur í fyrri hálfleik. Við vorum góðir á sumum sviðum í leiknum en ekki í öllum.“
Tapið þýðir að Grótta getur nú eingöngu einbeitt sér að Lengjudeildinni. Eitthvað sem Chris vildi ekki endilega en er þó staðreynd. Hvað finnst Chris liðið geta tekið úr leik dagsins yfir í baráttuna í Lengjudeildinni?
„Í hreinskilni sagt ekkert. Ef við þurftum þennan leik til að minna okkur á að við erum gott lið og góða leikmenn. Ef þetta er okkar grunnur sem það vonandi er þá er þak okkar sem lið og leikmanna okkur mjög hátt. Og ég yrði fyrir vonbrigðum ef leikmenn hefðu þurft þennan leik til að átta sig á möguleikum sínum.“
Sagði Chris en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir