Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. maí 2023 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dahoud yfirgefur Dortmund og semur við Brighton
Mynd: EPA
Robert De Zerbi, stjóri Brighton, svo gott sem staðfesti að miðjumaðurinn Mamoud Dahoud er að ganga í raðir félagsins á frjálsri sölu í sumar.

Samningur Dahoud við þýska félagið Dortmund er að renna út og allt bendir til þess að hann gangi í raðir Brighton í sumar.

„Ég þekki hann mjög vel, en það er ekki frágengið ennþá og við munum tala um hann síðar og á næsta fréttamannafundi," sagði ítalski stjórinn á fréttamannafundi í gær.

„Það er ekkert leyndarmál að okkur finnst hann góður og ég væri til í að vinna með honum," sagði De Zerbi.

Dahoud er 27 ára og gekk í raðir Dortmund frá Gladbach eftir tímabilið 2017. Hann er fæddur í Sýrlandi en á að baki tvo landsleiki fyrir Þýskaland.

Á Wikipedia síðu Dahoud er búið að skrá hann sem leikmann Brighton frá og með næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner