Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. maí 2023 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki klappað og klárt að Kim fari til Man Utd í sumar
Kim min jae,
Kim min jae,
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Kim Min-jae hefur átt stórkostlegt tímabil með Napoli á Ítalíu. Hann er búinn að vera lykilmaður í liðinu sem tryggði sér ítalska meistaratitilinn.

Suður-kóreski miðvörðurinn er með riftunarverð í samningi sínum sem hljóðar upp á 50 milljónir evra en það mun gilda í 15 daga í sumar.

Manchester United er sagt hafa mikinn áhuga á leikmanninum og hefur verið talað um það í fjölmiðlum ytra að enska stórliðið sé að ganga frá kaupum á Kim, en umboðsmaður hans hefur núna stigið fram og segir það ekki satt.

„Það er ekki satt að við séum búnir að ganga frá samningi við Manchester United," sagði umboðsmaður leikmannsins við Star News Korea.

„Hann er einbeittur á að klára tímabilið en við vitum líka ekki hvaða ensk félög verða í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Við erum ekkert að flýta okkur. Það var áhugi frá Manchester United þegar hann var enn að spila í Kína."
Athugasemdir
banner
banner
banner