Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 18. maí 2023 20:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Newcastle í góðum málum í baráttunni um Meistaradeildarsæti

Newcastle 4 - 1 Brighton
1-0 Deniz Undav ('22 , sjálfsmark)
2-0 Dan Burn ('45 )
2-1 Deniz Undav ('51 )
3-1 Callum Wilson ('89 )
4-1 Bruno Guimaraes ('90 )


Newcastle er í lykilstöðu í baráttunni um Meistaradeildarsæti þegar tvær umferðir eru eftir en liðið vann Brighton í kvöld.

Newcastle var með tveggja marka forystu í hálfleik en Deniz Undav skoraði sjálfsmark og Dan Burn fyrrum leikmaður Brighton skoraði undir lok fyrri hálfleiks.

Undav bætti upp fyrir mistökin sín og minnkaði muninn snemma í siðari hálfleik.

Munurinn var bara eitt mark alveg fram á síðustu mínútu leiksins þegar Callum Wilson gerði út um leikinn með marki. Örstuttu síðar skoraði Bruno Guimaraes eftir undirbúning Wilson og gulltryggði sigurinn.

Með sigrinum er Newcastle með fögurra stiga forystu á Liverpool þegar tvær umferðir eru eftir í baráttunni um Meistaradeildarsætið.

Brighton er með eins stigs forystu á Tottenham í baráttunni um Evrópudeildarsæti en Brighton á leik til góða.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 35 25 7 3 81 35 +46 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
4 Newcastle 35 19 6 10 66 45 +21 63
5 Chelsea 35 18 9 8 62 41 +21 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 35 18 7 10 54 42 +12 61
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 35 11 13 11 44 48 -4 46
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 Man Utd 35 10 9 16 42 51 -9 39
16 Tottenham 35 11 5 19 63 57 +6 38
17 West Ham 35 9 10 16 40 59 -19 37
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner