Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. maí 2023 21:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Sevilla í úrslit í fimmta sinn á sjö árum
Mynd: EPA

Sevilla er með svartabeltið í Evrópudeildinni en liðið hefur sex sinnum unnið titilinn.


Liðið er á leið í úrslit í fimmta sinn á sjö árum eftir sigur á Juventus í kvöld. Liðin skildu jöfn 1-1 á Ítalíu í fyrri leiknum og Juventus komst yfir í kvöld með marki frá Dusan Vlahovic.

Aðeins sex mínútum síðar jafnaði Suso metin og tryggði liðinu framlengingu. Erik Lamela skoraði sigurmarkið snemma í framlengingunni.

Liðið hélt út manni færri síðustu fimm mínúturnar þegar Marcos Acuna fékk sitt annað gula spjald.

Sevilla mætir Roma í úrslitum sem gerði markalaust jafntefli gegn Leverkusen. Þetta er í þriðja sinn í sögunni sem liðið fer í úrslit í Evrópukeppni en í annað sinn sem Jose Mourinho fer með liðið í úrslit.

Sevilla 2 - 1 Juventus
0-1 Dusan Vlahovic ('65 )
1-1 Suso ('71 )
2-1 Erik Lamela ('95 )
Rautt spjald: Marcos Acuna, Sevilla ('115)

Bayer 0 - 0 Roma


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner