banner
   fim 18. maí 2023 17:23
Ívan Guðjón Baldursson
Hákon og Ísak bikarmeistarar í Danmörku
Mynd: Getty Images

Álaborg 0 - 1 FC Kaupmannahöfn
0-1 Diogo Goncalves ('48)


Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliðinu hjá FC Kaupmannahöfn er stórveldið lagði AaB að velli í úrslitaleik danska bikarsins.

Álaborg var sterkari aðilinn á Parken, sem er heimavöllur Kaupmannahafnar, en miðasalan skiptist jafnt á milli stuðningsmanna liðanna.

Það var ekki mikið um færi í leiknum en Diogo Goncalves gerði eina markið í upphafi síðari hálfleiks til að tryggja bikarinn.

Hákon Arnar spilaði í 89 mínútur og var svo skipt af velli fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson.

Til gamans má geta að Valgeir Lunddal Friðriksson varð sænskur bikarmeistari með Häcken fyrr í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner