fim 18. maí 2023 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Kannski skiptir Gundogan um skoðun eftir þessa frammistöðu"
Rodri og Gundogan að fara yfir málin.
Rodri og Gundogan að fara yfir málin.
Mynd: EPA
Framtíð Ilkay Gundogan hjá Manchester City er í óvissu en þessi gífurlega hæfileikaríki miðjumaður verður samningslaus í sumar.

Honum stendur til boða nýr samningur hjá City en Barcelona hefur verið sterklega orðað við þýska landsliðsmanninn.

Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague velti því fyrir sér hvort að Gundogan gæti skipt um skoðun varðandi framtíð sína eftir stórsigurinn gegn Manchester City í gær.

„Ilkay Gundogan og Rodri rifust á vellinum þegar staðan var 3-0. Þannig er kúltúrinn sem búið er að búa til hjá Manchester City, það er sorglegt að Gundogan sé að hugsa um að fara. Kannski skiptir hann um skoðun eftir þessa frammistöðu Man City, því þú nærð ekki svona frammistöðu á svona háu getustigi svo auðveldlega."

„Þú ert hér núna, þú veist að ef þú gerir mistök þá mun einhver láta þig heyra það. Það eru leiðtogar á vellinum, það er stóra breytingin frá því fyrir tveimur eða þremur árum. Allt það sett saman er erfitt að vera viss um að fá, svo hann ætti að vera áfram,"
segir Balague.

Gundogan verður 33 ára í október og hefur hann verið hjá City frá komu sinni frá Dortmund árið 2016.
Athugasemdir
banner
banner