Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fim 18. maí 2023 10:51
Elvar Geir Magnússon
Kjartan Henry fer líklega í leikbann
Kjartan Henry Finnbogason.
Kjartan Henry Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Ótrúlegt er að Kjartan Henry Finnbogason hafi sloppið frá því að fá rautt spjald í 2-0 tapi FH gegn Víkingi á dögunum. Hann er þó væntanlega á leið í leikbann.

Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ hefur sett Kjartan Henry á borð aganefndar en frá þessu greinir 433.is.

Kjartan sparkaði frá sér í baráttu við Birni Snæ Ingason og var nálægt því að hitta í andlitið á honum. Seinna í hálfleiknum var Nikolaj Hansen blóðugur eftir að hafa fengið olnbogaskot frá Kjartani í baráttu í teignum. Að auki ýtti hann við Pétri Guðmundssyni dómara í leiknum.

Klara getur vísað þeim atvikum til aganefndar sem dómarar sjá ekki í leiknum, ef sönnun er til staðar með myndbandsupptöku. Sem dæmi fékk Omar Sowe, þá leikmaður Breiðabliks, tveggja leikja bann í fyrra eftir olnbogaskot í leik gegn Leikni, liðinu sem hann spilar nú fyrir. Dómararnir tóku ekki eftir atvikinu og var því vísað til aganefndar.

Kjartan sjálfur sendi frá sér stutta yfirlýsingu á Twitter í vikunni þar sem hann segir meðal annars: „Eftir að hafa séð þessi leiðinlegu atvik aftur þá sé ég mikið eftir þessu 'pirrings' sparki í átt að Birni. Hefði getað endað illa, gerði það ekki en á aldrei að eiga sér stað," skrifaði Kjartan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner