Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 18. maí 2023 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Leikmenn West Ham og stuðningsmenn AZ slógust
Mynd: EPA

West Ham komst í úrslit Sambandsdeildarinnar eftir sigur á AZ Alkmaar í Hollandi í kvöld. Leiknum lauk með 1-0 sigri enska liðsins, samanlagt 3-1 en Pablo Fornals skoraði markið í uppbótartíma.


Eftir leikinn brutust út slagsmál þar sem stuðningsmenn AZ komust að VIP stúku West Ham þar sem fjölskyldur leikmanna og fyrrum leikmenn liðsins voru.

Það fór um leikmenn enska liðsins sem margir hverjir skárust í leikinn. Fjölskylda David Moyes stjóra liðsins var mætt til að fylgjast með leiknum.

„Ég get ekki útskýrt hvað gerðist og af hverju. Ég get bara sagt að leikmenn voru í þessu þar sem þetta voru fjölskyldur þeirra. Ég vil að þetta komi ekki niður á kvöldinu, þeir voru ánægðir að fagna í lok leiks. Vonandi finna þeir ástæðu til þess," sagði Moyes um atvikið.

„Fjölskyldan mín var þarna og ég átti vini þarna. Maður vonast til þess að þau hafi reynt að koma sér í burtu. Ég spáði ekki í þetta því ég var of ánægður eftir leikinn að fara á völlinn og hitta annað fólk og dómarann áður en ég fór."


Athugasemdir
banner
banner
banner