fim 18. maí 2023 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeild kvenna: Dramatískur endurkomusigur hjá HK
Aðstoðarþjálfarinn fékk rautt spjald
Mynd: HK

FHL 1 - 2 HK
1-0 Natalie Colleen Cooke ('41 )
1-1 Brookelynn Paige Entz ('87 )
1-2 Katrín Rósa Egilsdóttir ('90 )


HK er búið að jafna Fylki á stigum í öðru sæti Lengjudeildar kvenna eftir dramatískan sigur á útivelli gegn FHL.

Heimakonur tóku forystuna undir lok fyrri hálfleiks með marki frá Natalie Colleen Cooke og héldu henni allt þar til á lokamínútunum.

Staðan var 1-0 þar til hin feykiöfluga Brookelynn Paige Entz jafnaði á 87. mínútu, aðeins fjórum mínútum áður en úrslitin réðust með sigurmarki frá Katrínu Rósu Egilsdóttur.

Katrín Rósa fullkomnaði þannig dramatískan endurkomusigur HK sem er með sjö stig eftir þrjár umferðir.

FHL, sem er sameinað lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis F., er með þrjú stig.

Samkvæmt leikskýrslu KSÍ fékk Danny El-Hage, aðstoðarþjálfari FHL, beint rautt spjald skömmu fyrir sigurmark HK.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner