Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fim 18. maí 2023 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milan ætlar að berjast við Dortmund um Kamada

Fabrizio Romano greinir frá því að það er ekki frágengið að japanski sóknarsinnaði miðjumaðurinn Daichi Kamada gangi til liðs við Borussia Dortmund.


Kamada, sem varð Evrópudeildarmeistari í fyrra, rennur út á samningi hjá Eintracht Frankfurt í sumar og ætlar ekki að semja aftur við félagið. Í febrúar greindi Romano frá því að Kamada væri búinn að ná samkomulagi við Dortmund en nú hafa spilin í borði breyst.

Fyrrum Ítalíumeistarar AC Milan hafa ákveðið að blanda sér í baráttuna um þennan japanska landsliðsmann og eru búnir að ræða við umboðsteymi hans.

Kamada er því með tvö samningstilboð á borðinu sem hann er tilbúinn til að líta alvarlegum augum, en það voru þrjú önnur félög áhugasöm um hann í vor.


Athugasemdir
banner