Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 18. maí 2023 12:00
Ívan Guðjón Baldursson
Milan ætlar að berjast við Dortmund um Kamada
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greinir frá því að það er ekki frágengið að japanski sóknarsinnaði miðjumaðurinn Daichi Kamada gangi til liðs við Borussia Dortmund.


Kamada, sem varð Evrópudeildarmeistari í fyrra, rennur út á samningi hjá Eintracht Frankfurt í sumar og ætlar ekki að semja aftur við félagið. Í febrúar greindi Romano frá því að Kamada væri búinn að ná samkomulagi við Dortmund en nú hafa spilin í borði breyst.

Fyrrum Ítalíumeistarar AC Milan hafa ákveðið að blanda sér í baráttuna um þennan japanska landsliðsmann og eru búnir að ræða við umboðsteymi hans.

Kamada er því með tvö samningstilboð á borðinu sem hann er tilbúinn til að líta alvarlegum augum, en það voru þrjú önnur félög áhugasöm um hann í vor.


Athugasemdir
banner
banner
banner