Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. maí 2023 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Bikarmeistararnir áfram - KA vann í Kórnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bikarmeistarar Víkings eru komnir áfram í 8 liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Gróttu í kvöld.

Helgi Guðjónsson kom bikarmeisturunum yfir en Grótta jafnaði metin stuttu síðar og staðan var jöfn í hálfleik.


Helgi gat komið liðinu aftur yfir strax í upphafi síðari hálfleiks en hann setti boltann framhjá. Stuttu síðar komust Víkingar hins vegar yfir en það var Logi Tómasson sem skoraði.

Það reyndist sigurmarkið og bikarmeistararnir verða í pottinum þegar dregið verður í næstu umferð.

KA fór illa með HK í Bestu deildarslag í Kórnum í kvöld. Liðið var komið með 2-0 forystu eftir stundarfjórðung og þannig var staðan í hálfleik.

Seinna markið skoraði Hallgrímur Mar Steingrímsson úr vítaspyrnu en KA fékk aðra vítaspyrnu snemma í seinni hálfleik en þar fór Hallgrímur illa að ráði sínu og vippaði boltanum beint á markið og Arnar Freyr Ólafsson sá við honum.

Þegar fimm mínútur voru til leiksloka gulltryggði Bjarni Aðalsteinsson sigurinn með stórkostlegu marki beint úr aukaspyrnu. Örvar Eggertsson laumaði inn sárabótamarki fyrir HK í uppbótartíma.

HK 1 - 3 KA
0-1 Ívar Örn Árnason ('6 )
0-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('16 , víti)
0-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('50 , misnotað víti)
0-3 Bjarni Aðalsteinsson ('85 )
1-3 Örvar Eggertsson ('90 )
Rautt spjald: Sandor Matus, HK ('59) Lestu um leikinn

Víkingur R. 2 - 1 Grótta
1-0 Helgi Guðjónsson ('12 )
1-1 Arnar Þór Helgason ('19 )
2-1 Logi Tómasson ('54 )
Lestu um leikinn


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner