Van Dijk vill framlengja - PSG og Juve vilja Salah - Man Utd vill Rabiot
banner
   fim 18. maí 2023 18:04
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mjólkurbikarinn: Blikar með góðan sigur í Laugardalnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. 0 - 3 Breiðablik
0-1 Viktor Karl Einarsson ('31 )
0-2 Klæmint Andrasson Olsen ('57 )
0-3 Stefán Ingi Sigurðarson ('95 )

Lestu um leikinn


Breiðablik er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir sigur á Þrótti.

Blikar leiddu með einu marki gegn engu í hálfleik en það var Viktor Karl Einarsson sem skoraði stórglæsilegt mark eftir rúmlega hálftíma leik.

Síðari hálfleikur byrjaði rólega en eftir tæplega klukkutíma leik tókst Blikum að tvöfalda forystuna. Klæmint Olsen nýtti sér mistök Sveins Óla í marki Þróttar og skoraði úr bakfallsspyrnu.

Stuttu síðar fengu Blikar vítaspyrnu og Gísli Eyjólfsson fékk tækifæri til að gera endanlega út um leikinn en Sveinn Óli varði spyrnuna frá honum.

Stefán Ingi Sigurðarson kom inn á sem varamaður fyrir Klæmint og hann gerði út um leikinn á síðustu sekúndunum með þriðja marki leiksins og Blikar verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitin.


Athugasemdir
banner
banner
banner