Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 18. maí 2023 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mourinho: Gæti þá sagt að við værum þegar búnir að vinna keppnina
Jose Mourinho, sá sérstaki.
Jose Mourinho, sá sérstaki.
Mynd: Getty Images
Dybala er ekki 100% og því spurning hversu mikið hann spilar.
Dybala er ekki 100% og því spurning hversu mikið hann spilar.
Mynd: EPA
Jose Mourinho, stjóri Roma, segir að þeir Paulo Dybala og Chris Smalling gætu spilað þegar Roma mætir Bayer Leverkusen í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:00 í kvöld og leiðir Roma með einu marki eftir fyrri undanúrslitaleik liðanna.

Í húfi er sæti í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. „Allir nema Karsdorp, Llorente, Kumbulla og Darboe geta spilað. Eina spurningin er hversu lengi menn geta spilað. Við þurfum að hugsa hvernig best er að púsla þessu saman."

Mourinho hefur verið orðaður við PSG að undanförnu en hann vildi ekki tala um framtíðina. Með hagstæðum úrslitum í kvöld kemst hann í sjötta sinn í úrslitaleik í Evrópukeppni.

„Fortíðin er fortíðin og við vitum ekki framtíðina. Það er best að vera í nútíðinni, þar gerast hlutirnir. Ég fór tvisvar í röð í úrslitaleik með Porto. Ég vil mjög mikil komast í úrslitin núna, ekki fyrir mig, heldur strákana og stuðningsmennina sem eru stórkostlegir. Ekkert er gefins ´ifótbotla og við þurfum aðra stórkostlega frammistöðu til að komast í úrslit."

Roma er sem stendur líklegasta liðið til að vinna keppnina samkvæmt stuðlum veðbanka. „Ég hef enga áhuga á einhverju svoleiðis. Það sem ég hef sagt í 20 ár er að ef þú kemst í undanúrslit þá eru 25% líkur á því að þú vinnir og 50% líkur á að þú komist í úrslit. Þannig líður mér."

Mourinho hefur í vetur vakið athygli á því að það sé ósanngjarnt fyrir liðin í Evrópudeildinni að lið geti komist í keppnina með því að falla úr Meistaradeildinni. Af liðunum fjórum sem eftir eru í keppninni er Roma eina liðið sem hefur tekið þátt í henni í allan vetur.

„Ef ég hefði ekki metnaðinn til að vinna, þá væri mjög auðvelt fyrir mig að segja að við værum þegar búnir að vinna keppnina. Ef Evrópudeildin er fyrir liðin sem hófu keppni í henni, þá er Roma búið að vinna," sagði Mourinho.

EUROPA LEAGUE: Semifinal
19:00 Leverkusen - Roma
19:00 Sevilla - Juventus
Athugasemdir
banner
banner
banner