Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. maí 2023 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rickie Lambert stígur sín fyrstu skref í þjálfun
Rickie Lambert.
Rickie Lambert.
Mynd: Getty Images
Rickie Lambert, fyrrum sóknarmaður enska landsliðsins, hefur tekið að sér sitt fyrsta starf í þjálfun.

Lambert, sem er þekktastur fyrir leikmannaferil sinn hjá Liverpool og Southampton, hefur tekið að sér þjálfarastarf í unglingaakademíunni hjá Wigan.

Aðallið Wigan var að enda við það að falla úr Championship-deildinni, næst efstu deild Englands.

„Þetta er nýr kafli fyrir mig og ég stefni á að læra og vaxa sem þjálfari," segir hinn 41 árs gamli Lambert.

Lambert þekkir Gregor Rioch, yfirmann akademíunnar hjá Wigan, en þeir spiluðu saman hjá Macclesfield fyrir meira en 20 árum síðan. Lambert er metnaðarfullur í þjálfuninni og stefnir á að verða aðalþjálfari einhvers staðar á næstu árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner