Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. maí 2023 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Robert Sanchez tók ákvörðun um að vera ekki í hópnum
Mynd: Getty Images

Markvörðurinn öflugi Robert Sanchez er búinn að missa byrjunarliðssæti sitt hjá spútnik liði Brighton.


Sanchez hefur verið meðal betri markvarða enska boltans undanfarin ár en hefur aðeins fengið að spila þrjá leiki af síðustu fimmtán hjá Brighton. Jason Steele er búinn að taka sæti hans í byrjunarliðinu.

Hann vermdi þó alltaf varamannabekkinn þar til í síðasta leik, frábærum 0-3 sigri gegn Arsenal á útivelli. Hann var utan hóps þá og verður það aftur í kvöld þegar Brighton heimsækir Newcastle United.

„Ég spjallaði við Robert fyrir leikinn gegn Arsenal og við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri best að hann yrði eftir heima. Þetta er hans ákvörðun," segir De Zerbi. „Hann tók þessa ákvörðun alveg sjálfur og þetta er staðan í dag. Þetta er ekki ákvörðun sem ég tók eða félagið."


Athugasemdir
banner
banner
banner