
„Mér fannst þessi skelfilega dómgæsla standa upp úr þessum leik. Við fáum á okkur fjögur mörk sem er ekki gott, jöfnum í 3-3 sem er frábært og sýnir mikinn karakter. Þetta eru bara blendnar tilfinningar. Við reyndum hvað við gátum til þess að vinna leikinn en við höfum oft spilað betur.“ sagði Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, svekktur eftir 4-3 tap gegn KR í kvöld.
Lestu um leikinn: Fylkir 3 - 4 KR
Þriðja markið sem KR skorar er mjög umdeilt mark. Ykka maður fær ekki að koma inn á en leikmaður KR fær það. Hvernig sást þú þetta?
„Ég skil ekki hvaða regla það er, þú veðrur bara að fá dómarann í viðtal til þess að lýsa því. Hann síðan líka rangstæður í þriðja markinu. Hann er alveg hálfum meter fyrir innan og aðstoðardómarinn er hálfum meter fyrir aftan þetta. Ég er ósáttur með það og líka með fjórða markið þegar það er brotið á Gauta hérna úti í horni. Við fáum samt fjögur aulaleg mörk á okkur og það var margt sem við hefðum getað gert betur.“
Fékkstu einhverjar útskýringar á þessum atvikum frá dómaranum?
„Nei.“
Eins og þú nefnir áðan var þetta hörkuleikur og þínir menn sýndu mikinn karakter að koma til baka, ertu ekki sáttur með það?
„Jú auðvitað. Það var mjög sterkt hjá okkur að koma til baka og ég er mjög sáttur með það. Ég hefði samt viljað vinna þennan leik og við fengum heldur betur færin í það. Við þurftum bara að vera aðeins aggresívari í vítateignum. En því fór sem fór.“
Hver er staðan á hópnum?
„Við vildum bara hvíla Óla Kalla og Birki og hafa þá ferska fyrir næsta leik gegn Stjörnunni.“ sagði Rúnar Páll þjálfari Fylkis eftir svekkjandi 4-3 tap gegn KR í bikarnum.
Viðtalið má finna í spilaranum hér að ofan.