West Ham og Fiorentina mætast í úrslitum Sambandsdeildarinnar en bæði lið unnu á útivelli í kvöld.
West Ham var með forystuna gegn AZ Alkmaar eftir 2-1 sigur á London Stadium og Pablo Fornals gulltryggði sigurinn með marki í uppbótartíma í kvöld.
Það var rosaleg dramatík í leik Basel og Fiorentina en Basel var með 2-1 forystu eftir sigur á Ítalíu í fyrri leiknum.
Viðureignin var jöfn eftir 45 mínútur í kvöld en Basel komst aftur yfir eftir 10 mínútna leik í síðari hálfleik. Aftur tókst Fiorentina að jafna og tryggja sér framlengingu.
Það stefndi allt í vítaspyrnukeppni en Antonin Barak tryggði Fiorentina sæti í úrslitum gegn West Ham með marki þegar níu mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma.
Úrslitin fara fram í Prag þann 7. júní.
Basel 1 - 3 Fiorentina
AZ 0 - 1 West Ham