Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 18. maí 2023 15:45
Ívan Guðjón Baldursson
Skandínavíska kærustuparið yfirgefur Chelsea (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Það verða breytingar á kvennaliði Chelsea í sumar þar sem tveir lykilmenn munu yfirgefa félagið.


Umræddir leikmenn eru Pernille Harder og Magdalena Eriksson, landsliðskonur Danmerkur og Svíþjóðar, sem hafa átt í ástarsambandi í rétt tæpan áratug.

Þær munu ganga í raðir Íslendingaliðs FC Bayern þar sem Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar með samning við stórveldið.

Harder var á sínum tíma dýrasta fótboltakona heims þegar Chelsea keypti hana frá Wolfsburg í september 2020. Hún hefur skorað 44 mörk í 79 leikjum fyrir Chelsea en verið mikið meidd á yfirstandandi tímabili.

Chelsea vann FA bikarinn á dögunum og er á góðri leið með að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.

Eriksson hefur spilað yfir 100 leiki frá komu sinni til Chelsea 2017.


Athugasemdir
banner
banner
banner