fim 18. maí 2023 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Styttist í að Bjarni Mark snúi aftur á völlinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Mark Duffield, leikmaður Start í Noregi, hefur ekkert spilað í upphafi tímabilsins. Hann hefur verið fjarri góðu gamni í rúma þrjá mánuði vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir á æfingu.

Hann segir að stefnan sé að snúa til baka á næstu vikum og ef allt gengur upp verður það fyrir mánaðamót.

Bjarni er 27 ára gamall og getur bæði spilað í varnarlínunni og á miðsvæðinu. Hann gekk í raðir Start á síðasta tímabili eftir að hafa leikið með Brage í Svíþjóð árin á undan. Hann á að baki þrjá A-landsleiki, sá þriðji kom í janúar þegar hann kom inn á sem varamaður gegn Svíþjóð í æfingaleik.

Start er í fimmta sæti norsku B-deildarinnar eftir átta umferðir, fjórum stigum á eftir Íslendingaliði Sogndal sem er í toppsætinu.

Smelltu hér til að hlusta á hlaðvarpsviðtal sem Fótbolti.net tók við Bjarna síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner