Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. maí 2023 17:32
Ívan Guðjón Baldursson
Sveindís vann þýska bikarinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Wolfsburg 4 - 1 Freiburg
1-0 Lisa Karl ('4, sjálfsmark)
1-1 Janina Minge ('42)
2-1 Rebecka Blomqvist ('58) 
3-1 Alexandra Popp ('84)
4-1 Dominique Janssen ('90, víti)


Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði fyrri hálfleikinn er Wolfsburg varð þýskur bikarmeistari í dag.

Wolfsburg spilaði við Freiburg og tók forystuna snemma leiks þegar Lisa Karl setti boltann í eigið net.

Wolfsburg var sterkari aðilinn en Janina Minge jafnaði fyrir Freiburg og var staðan 1-1 í hálfleik.

Wolfsburg jók sóknarþungan í síðari hálfleik og uppskar með marki frá Rebecka Blomqvist á 58. mínútu. 

Freiburg fékk sín færi til að jafna en Wolfsburg var með mikla yfirburði og óheppnar að tvöfalda ekki forystua fyrr en Alexandra Popp kom boltanum í netið á 84. mínútu.

Dominique Janssen kláraði svo dæmið með marki úr vítaspyrnu á 90. mínútu og tryggði Wolfsburg þar með bikarinn.


Athugasemdir
banner
banner