Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. maí 2023 13:48
Ívan Guðjón Baldursson
Tevez lærði aldrei ensku útaf Falklandseyjastríðinu
Mynd: Getty Images

Ný grein í The Times segir frá því hvernig argentínski fótboltasnillingurinn Carlos Tevez neitaði að læra ensku þegar hann flutti til landsins.


Tevez bjó á Englandi í sjö ár, frá 2006 til 2013, en lærði aldrei ensku nógu vel til að mynda setningar sem innihalda meira en sex orð.

Grein Times segir að ástæðan fyrir þessu sé Falklandseyjastríðið sem Bretland háði við Argentínu árið 1982. Stríðið er ástæðan fyrir áfengisvandamáli frænda hans sem litaði líf Tevez mikið. 

Hann hefur ekki fyrirgefið Englendingum þetta og segist aldrei ætla að læra ensku.

Tevez lék fyrir West Ham, Manchester United og Manchester City í enska boltanum og vann allt mögulegt á dvöl sinni þar.


Athugasemdir
banner
banner
banner