Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. maí 2023 14:55
Ívan Guðjón Baldursson
Valgeir Lunddal sænskur bikarmeistari
Mynd: Guðmundur Svansson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valgeir Lunddal Friðriksson lék allan leikinn í liði Häcken sem varð sænskur bikarmeistari í dag.


Hacken tók Mjällby í kennslustund í flottum úrslitaleik þar sem sigur Hacken var aldrei í hættu eftir flotta tvennu frá Ibrahim Sadiq í uppbótartíma fyrri hálfleiks.

Mikkel Rygaard og Samuel Gustafsson gerðu út um viðureignina með mörkum í síðari hálfleik áður en Mjallby minnkaði muninn undir lokin.

Valgeir og félagar eru því bikarmeistarar eftir að hafa orðið deildarmeistarar í fyrra.

Mjallby 1 - 4 Hacken
0-1 Ibrahim Sadiq ('45)
0-2 Ibrahim Sadiq ('45)
0-3 Mikkel Rygaard ('48)
0-4 Samuel Gustafsson ('66)
1-4 M. Fenger ('85)

Atli Barkarson kom þá inn af bekknum í 1-2 sigri Sönderjyske gegn Hvidovre í toppbaráttu B-deildar danska boltans.

Atli kom inn þegar Sonderjyske var marki undir en gestunum tókst að snúa dæminu við og sækja sigur.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Sonderjyske sem á enn möguleika á að komast upp í efstu deild. Atli og félagar eru í þriðja sæti, þremur stigum eftir Hvidovre sem situr í öðru sæti.

Hvidovre 1 - 2 Sonderjyske


Athugasemdir
banner
banner