Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. maí 2023 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Xabi Alonso ekki að fara neitt í sumar
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: EPA
Xabi Alonso hefur staðfest það að hann sé ekki að fara neitt í sumar, hann verður áfram stjóri Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

Alonso hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá Tottenham en eins og Julian Nagelsmann, þá hefur hann aðskilið sig frá sögusögnunum.

„Ég er mjög ánægður með liðið mitt og ég er mjög ánægður hjá félaginu. Ég hef ekki áhyggjur af framtíð minni," sagði Alonso fyrir síðari leik Leverkusen gegn Roma í Evrópudeildinni. Roma vann fyrri leikinn 1-0.

Spurður að því hvort það þýddi að hann yrði áfram stjóri Leverkusen á næstu leiktíð, þá sagði hann: „Það er rétt."

Alonso, sem er fyrrum miðjumaður Bayern München, Liverpool og Real Madrid tók við Leverkusen fyrr á þessari leiktíð og hefur vakið athygli þar sem hann hefur gert góða hluti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner