Man Utd ætlar að hreinsa til í leikmannahópnum - Vardy orðaður við Valencia
Gylfi Tryggva: Verður ekki sýndur á mörgum heimilum í vikunni
Dominic Ankers: Heppnin var ekki með okkur í þetta skipti
Jón Þór: Bara ein leið út úr þessu
Nýtt sjónarhorn sýnir að Arnar gerði rétt með því að dæma mark Vals ólöglegt
Heimir Guðjóns: Góð liðsheild og menn voru tilbúnir í þetta
Sölvi: Okkar besti fyrri hálfleikur í sumar
Jökull: Hrikalega ánægður með þennan hóp
Ásgeir Helgi: Helvíti erfiður að eiga við og ég er bara mjög ánægður með mig
Kjartan Kári: Þurftum bara að jafna þá í baráttunni
Túfa: Mjög svekkjandi og ekki í fyrsta skipti í sumar
Dóri Árna um afmælisbarnið Ásgeir Helga: Gjörsamlega frábær
Stokke: Mikill léttir að skora fyrsta markið fyrir félagið
Halldór Snær: Illa lélegt hjá okkur öllum
Maggi: Enginn svikinn að mæta hérna í kvöld
Óskar Hrafn: Þetta var tapleikur, það var enginn að kýla mig
Venni í áfalli eftir leikinn: Þetta var ótrúlegur leikur í raun og veru
Haraldur Árni: Mér líður frábærlega í Grindavík
Siggi Höskulds: Vorum bakaðir í fyrri hálfleik
Haraldur Freyr: Það fór aðeins um mig
Haddi: Engin kergja þótt fjölmiðlar reyni að ljúga upp á okkur
banner
   lau 18. maí 2024 17:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Lengjudeildin
Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga
Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar heimsóttu Þrótt í 3.umferð Lengjudeildar karla í dag. Leikurinn fór fram á Avis vellinum í Laugardalnum og voru Njarðvíkingar fyrir leikinn með fullt hús á toppi deildarinnar. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Njarðvík

„Við getum ekki beðið um mikið betri byrjun en þetta. Búnir að vinna þrjá erfiða leiki og sérstaklega að koma hingað og eiga ekki okkar besta leik en ná samt að þrýsta fram góðan sigur." Sagði Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.

„Við vitum að við getum spilað betur en stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra og klára þetta þannig." 

Njarðvíkingar hafa litið vel út í upphafi móts og varnarlínan verið þétt. Aron Snær Friðriksson hefur svo gefið liðinu mikið í markinu. 

„Hann er stór fengur fyrir okkur að fá Aron í búrið. Leikmaður með mikla reynslu úr Bestu deildinni og kemur bara með ákveðið öryggi fyrir okkur varnarmennina. Talar allan leikinn og bara ver eins og skeppna." 

Njarðvíkingar voru í brasi á síðasta tímabili og eru strax komnir með fleirri stig eftir þrjár umferðir í ár heldur en liðið var með þegar Gunnar Heiðar tók við liðinu í fyrra. 

„Góð pæling, ég held að það sé bara meira sjálfstraust í hópnum og samvinnan er miklu betri. Við erum að spila sem eitt lið og ég held að það sé kannski stærsti munurinn. Við erum bara mjög samanþjappaður hópur og gerum þetta saman." 

Nánar er rætt við Arnar Helga Magnússon leikmann Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner