Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Jóhann Kristinn: Einn af þeim verri sem maður hefur upplifað
Pétur léttur eftir dramatískan sigur - „Ætla ekki að segja það"
Gunnar eftir sjöunda tapið í röð: Takk fyrir að minna mig á það
Óli Kristjáns: Við erum klárlega litla liðið
Nik: Fengum smá spark í rassinn þar sem var líklega það sem við þurftum
Guðrún Jóna: Erfitt þegar þú ert með lítinn hóp
Jón Þór ánægður með sína menn: Gríðarlegur styrkur hjá liðinu
Árni Marínó ósáttur með fyrri hálfleikinn: Eins og við værum ekki með í leiknum
Dóri ósáttur með leikmenn liðsins - „Skil ekki hvernig þetta er hægt“
Rúnar Páll: Þeir fá nánast ekkert færi á móti okkur
Kjartan Henry: Skiptir okkur miklu máli að fá fólkið með okkur
Sindri Kristinn: Ánægjulegt að geta loksins hjálpað liðinu
Daníel Hafsteins: Loksins dettur eitthvað með okkur
Haddi: Ekki auðvelt að vera neðstur og fá svona högg aftur og aftur
Rúnar Kristins: Virtumst vera með þetta í hendi
Axel Óskar um Gregg Ryder: Ég sé rosalega á eftir honum
Arnar Gunnlaugs: Fegurðin í fótboltanum er að 1-0 yfir er ekki neitt
Pálmi Rafn: Ég væri klárlega til í að taka við liðinu
Viktor Helgi: Vonandi aðeins fleiri sokkar sem fólk þarf að borða
Jökull: Erum töluvert sterkari úti á vellinum en það er fleira sem telur
   lau 18. maí 2024 17:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Lengjudeildin
Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga
Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar heimsóttu Þrótt í 3.umferð Lengjudeildar karla í dag. Leikurinn fór fram á Avis vellinum í Laugardalnum og voru Njarðvíkingar fyrir leikinn með fullt hús á toppi deildarinnar. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Njarðvík

„Við getum ekki beðið um mikið betri byrjun en þetta. Búnir að vinna þrjá erfiða leiki og sérstaklega að koma hingað og eiga ekki okkar besta leik en ná samt að þrýsta fram góðan sigur." Sagði Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.

„Við vitum að við getum spilað betur en stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra og klára þetta þannig." 

Njarðvíkingar hafa litið vel út í upphafi móts og varnarlínan verið þétt. Aron Snær Friðriksson hefur svo gefið liðinu mikið í markinu. 

„Hann er stór fengur fyrir okkur að fá Aron í búrið. Leikmaður með mikla reynslu úr Bestu deildinni og kemur bara með ákveðið öryggi fyrir okkur varnarmennina. Talar allan leikinn og bara ver eins og skeppna." 

Njarðvíkingar voru í brasi á síðasta tímabili og eru strax komnir með fleirri stig eftir þrjár umferðir í ár heldur en liðið var með þegar Gunnar Heiðar tók við liðinu í fyrra. 

„Góð pæling, ég held að það sé bara meira sjálfstraust í hópnum og samvinnan er miklu betri. Við erum að spila sem eitt lið og ég held að það sé kannski stærsti munurinn. Við erum bara mjög samanþjappaður hópur og gerum þetta saman." 

Nánar er rætt við Arnar Helga Magnússon leikmann Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Njarðvík 8 6 1 1 19 - 8 +11 19
2.    Fjölnir 8 5 2 1 15 - 10 +5 17
3.    ÍBV 8 3 4 1 16 - 10 +6 13
4.    Afturelding 8 3 2 3 11 - 16 -5 11
5.    Keflavík 8 2 4 2 13 - 7 +6 10
6.    Grindavík 7 2 4 1 14 - 12 +2 10
7.    Grótta 8 2 4 2 13 - 15 -2 10
8.    ÍR 8 2 3 3 9 - 15 -6 9
9.    Dalvík/Reynir 8 1 4 3 10 - 14 -4 7
10.    Þróttur R. 8 1 3 4 12 - 13 -1 6
11.    Þór 7 1 3 3 9 - 13 -4 6
12.    Leiknir R. 8 2 0 6 9 - 17 -8 6
Athugasemdir
banner
banner
banner