Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 18. júní 2022 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jesus farinn að ýta á menn að leyfa sér að fara til Arsenal
Gabriel Jesus.
Gabriel Jesus.
Mynd: Getty Images
Brasilíski sóknarmaðurinn Gabriel Jesus er að ýta á Pep Guardiola og stjórnarmenn Manchester City að samþykkja tilboð frá Arsenal.

Samkvæmt Goal í Brasilíu er Jesus tilbúinn að ganga í raðir Arsenal þrátt fyrir að liðið verði ekki í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Hann er farinn að ýta á menn hjá Man City að leyfa sér að fara til London.

Í grein miðilsins að Arsenal sé búið að bjóða 50 milljónir evra í Jesus.

Jesus hefur verið hjá City síðan 2017 og skipti til Arsenal gætu hentað báðum aðilum vel. Það er ekki hægt að segja að hlutverk Jesus hjá City sé búið að vera stórt frá því hann kom til félagsins og ekki verður það stærra eftir komu Erling Braut Haaland.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, þekkir Jesus vel eftir að hafa áður starfað sem aðstoðarstjóri City. Hann er mikill aðdáandi leikmannsins og vill fá hann yfir til Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner