Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fim 18. júlí 2019 19:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zaha segir Crystal Palace að hann vilji fara
Wilfried Zaha hefur tjáð Crystal Palace það að hann vilji yfirgefa félagið. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Hinn 26 ára gamli Zaha er nýbúinn að ljúka þáttöku í Afríkukeppninni með Fílabeinsströndinni, en á meðan mótinu stóð var mikið rætt og skrifað um áhuga Arsenal á kantmanninum.

Zaha hefur sjálfur mikinn áhuga á því að fara til Arsenal og hefur hann greint félagi sínu, Crystal Palace, að hann vilji fara.

Palace hafnaði 40 milljón punda tilboði frá Arsenal fyrr í þessum mánuði, en búist er við öðru tilboði frá Arsenal á næstu dögum.

Unai Emery, stjóri Arsenal, hefur haft mikinn áhuga á því að fá Zaha síðan hann skoraði í 3-2 sigri Crystal Palace gegn Arsenal á Emirates-vellinum í apríl. Hann er efstur á óskalista Arsenal í sumar.

Zaha langar að sanna sig hjá stórliði eftir vonbrigðadvöl hjá Manchester United frá 2013 til 2015.

Sjá einnig:
Hodgson: Arsenal ekki nálægt verðmiðanum hjá Zaha



Athugasemdir
banner
banner