Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fös 18. ágúst 2017 10:45
Þórður Már Sigfússon
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Laugardalsvöllur - hver dagur skiptir máli
Þórður Már Sigfússon
Þórður Már Sigfússon
Laugardalsvöllur.
Laugardalsvöllur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sagan endalausa hélt áfram í fyrradag þegar áhorfendasætin á leik Íslands og Úkraínu seldust upp á fáeinum mínútum. Enn og aftur þurfa margir blálitaðir stuðningsmenn að sitja eftir með sárt ennið vegna smæðar Laugardalsvallarins.

Nokkuð ljóst er að hægt hefði verið að selja um eða yfir tuttugu þúsund miða á þennan leik en erfitt er að segja til um hvenær formleg ákvörðun um framtíð Laugardalsvallarins verður tekin. Ákvörðun sem ætti nú þegar fyrir löngu að liggja fyrir.

Í vor voru uppi vangaveltur um að ákvarðanir yrðu teknar í sumar og voru í gangi yfirlýsingar um að vænta mætti frétta í kringum landsleikinn gegn Króatíu sem fram fór í júní. Þær yfirlýsingar stóðust ekki en Guðni Bergsson, formaður KSÍ, lét hafa eftir sér í kjölfarið að hann vonaðist til þess að hægt yrði að kynna hugmyndir um uppbyggingu Laugardalsvallar í ágúst.

Sá mánuður er nú hálfnaður án þess að heyrst hafi múkk frá borgaryfirvöldum, höfuðstöðvum KSÍ eða Borgarbrags sem fer fyrir hugmyndarvinnunni um framtíð Laugardalsvallar.

Eftir þrettán mánuði hefst þjóðadeildin svokallaða og í kjölfarið má búast við því að nokkrir landsleikir þurfi framvegis að fara fram yfir vetrarmánuði.

Aðstaðan á Laugardalsvelli er á engan hátt í stakk búin undir það og verður mögulega óljóst hvar Ísland muni spila einstaka heimaleiki komi ekki til enduruppbyggingar vallarins sem fyrst. Þessi sofandaháttur er því óafsakanlegur.

Ákvörðun um stækkun Laugardalsvallarins hefði átt að liggja fyrir í fyrra, þegar íslensk knattspyrna reis sem hæst á Evrópumótinu í Frakklandi. Í stað þess hafa 14 mánuðir liðið og við erum enn stödd í sama farinu.

Ljóst er að enduruppbyggður Laugardalsvöllur verður ekki tilbúinn fyrir Þjóðadeildina en vonandi verða ákvarðanir teknar sem fyrst því hver dagur sem líður skiptir máli.

Athugasemdir
banner
banner
banner