Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 18. september 2022 12:54
Ívan Guðjón Baldursson
England: Arsenal fór létt með Brentford
Mynd: Arsenal
Mynd: Getty Images

Brentford 0 - 3 Arsenal
0-1 William Saliba ('17)
0-2 Gabriel Jesus ('28)
0-3 Fabio Vieira ('49)


Arsenal er komið aftur á sigurbraut eftir tap gegn Manchester United í síðustu umferð.

Lærisveinar Mikel Arteta höfðu unnið alla leiki tímabilsins fyrir ferðina á Old Trafford og eru þeir núna búnir að endurheimta toppsætið af Englandsmeisturum Manchester City og erkifjendum sínum Tottenham. Man City og Spurs eru einu stigi á eftir Arsenal, sem er komið með 18 stig eftir 7 umferðir.

Arsenal heimsótti Brentford í grannaslag í dag og sýndi mikla yfirburði og yfirvegun í sigri sínum. William Saliba skoraði með skalla eftir hornspyrnu á sautjándu mínútu og tvöfaldaði Gabriel Jesus forystuna með öðrum skalla eftir magnaða sendingu frá Granit Xhaka sem fór í boga yfir vörnina.

Í upphafi síðari hálfleiks innsiglaði Fabio Vieira sigurinn með glæsilegu skoti utan teigs sem fór í stöngina og inn.

Sigur Arsenal virtist aldrei í hættu og augljóst að hugmyndafræði Arteta er byrjuð að skila sér.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner