PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   fös 18. október 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Líkleg byrjunarlið Crystal Palace og Man City
Mynd: Guardian
Crystal Palace og Manchester City mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun laugardag klukkan 16:30.

Palace endurheimtir Luka Milivojevic fyrirliða sinn til baka eftir leikbann en hann var ekki með í sigurleiknum gegn West Ham.

Mamadou Sakho er fjarri góðu gamni vegna vöðvameiðsla og þá er Connor Wickham ekki heldur með.

Hjá Manchester City snúa Kevin De Bruyne, John Stones og Benjamin Mendy til baka eftir meiðsli.

Sergio Aguero lenti í umferðaróhappi í vikunni en er klár í að spila. Aymeric Laporte og Leroy Sane eru í langtíma meiðslum.

Á meðfylgjandi mynd má sjá líkleg byrjunarlið að mati Guardian.

Crystal Palace hefur tekið fjögur stig úr síðustu þremur deildarleikjum sínum gegn Manchester City.

Manchester City verður að landa sigri en liðið er átta stigum á eftir toppliði Liverpool. Crystal Palace hefur verið að gera flotta hluti í upphafi tímabils.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner
banner