Hilmar Árni Halldórsson hefur ákveðið að kveðja Stjörnuna eftir níu ára samstarf, fyrst sem leikmaður og síðar sem þjálfari. Hann er að taka við sem aðstoðarþjálfari hjá KR, en þetta herma heimildir Fótbolta.net.
Stjarnan tilkynnti á Facebook að Hilmar Árni væri á förum eftir farsælt samstarf.
Hann kom til félagsins frá Leikni árið 2016 og var fljótur að stimpla sig inn sem einn af bestu leikmönnum liðsins.
Hilmar skoraði 67 mörk í 170 deildarleikjum með Stjörnunni á átta árum sínum sem leikmaður, en hann lagði skóna á hilluna á síðasta ári og tók við hlutverki sem þjálfari yngri flokka félagsins, en hefur einnig komið að leikgreiningu og komið að vinnu í kringum andleg málefni hjá yngri flokkunum.
„Stjarnan vill þakka Hilmari Árni Halldórssyni innilega fyrir ómetanlegt framlag hans til félagsins í gegnum árin.
Dyrnar verða ávallt opnar – takk fyrir okkur, Hilmar Árni Halldórsson #10!“ voru lokaorðin í tilkynningu Stjörnunnar og ljóst að hans verður sárt saknað í Garðabænum.
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er Hilmar Árni að taka við sem aðstoðarþjálfari KR og verður hann þar Óskari Hrafni Þorvaldssyni til halds og trausts fyrir komandi tímabil.
Athugasemdir



