Frank Lampard, stjóri Everton, segist ekki ætla að „væla“ vegna þeirrar pressu sem er á honum í starfi. Everton er að fara í svakalegan fallbaráttuslag við West Ham á laugardag.
Everton er næst neðst í deildinni og hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex deildarleikjum.
Everton er næst neðst í deildinni og hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex deildarleikjum.
„Það er mikil pressa sem fylgir starfinu. En margir utan fótboltans vinna störf þar sem pressan er mikil og meira í húfi. Ég væli ekki mikið vegna pressunnar því ég er mjög stoltur af því að hafa verið stjóri hjá frábærum fótboltafélögum," segir Lampard.
„Ég hreinlega veit það ekki," svaraði Lampard þegar hann er spurður að því hvort hann verði að vinna leikinn á laugardag, hvort starfið sé í húfi.
Í kringum síðasta leik, tapleikinn gegn Southampton, voru mótmæli gagnvart stjórn félagsins. Lampard segist hafa rætt við eigandann Farhad Moshiri í vikunni en vill ekki fara út í það hvað fór þeirra á milli.
Einhverjir reiðir stuðningsmenn létu leikmenn heyra það eftir leikinn. Gerður var aðsúgur að Yerri Mina og Anthony Gordon.
„Það er einstök ástríða hjá félaginu. Meirihluti stuðningsmanna vill að liðinu gangi vel. Þeir eiga rétt á að segja skoðanir sínar en við viljum ekki að stuðningsmenn fari gegn leikmönnum. Ég er ekki að segja neinum hvernig hann eigi að hegða sér. Þetta er lítill minnihluti sem hegðar sér svona og við vonum að þetta endurtaki sig ekki," segir Lampard.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 36 | 25 | 8 | 3 | 83 | 37 | +46 | 83 |
2 | Arsenal | 36 | 18 | 14 | 4 | 66 | 33 | +33 | 68 |
3 | Newcastle | 36 | 20 | 6 | 10 | 68 | 45 | +23 | 66 |
4 | Man City | 36 | 19 | 8 | 9 | 67 | 43 | +24 | 65 |
5 | Chelsea | 36 | 18 | 9 | 9 | 62 | 43 | +19 | 63 |
6 | Aston Villa | 36 | 18 | 9 | 9 | 56 | 49 | +7 | 63 |
7 | Nott. Forest | 36 | 18 | 8 | 10 | 56 | 44 | +12 | 62 |
8 | Brentford | 36 | 16 | 7 | 13 | 63 | 53 | +10 | 55 |
9 | Brighton | 36 | 14 | 13 | 9 | 59 | 56 | +3 | 55 |
10 | Bournemouth | 36 | 14 | 11 | 11 | 55 | 43 | +12 | 53 |
11 | Fulham | 36 | 14 | 9 | 13 | 51 | 50 | +1 | 51 |
12 | Crystal Palace | 36 | 12 | 13 | 11 | 46 | 48 | -2 | 49 |
13 | Everton | 36 | 9 | 15 | 12 | 39 | 44 | -5 | 42 |
14 | Wolves | 36 | 12 | 5 | 19 | 51 | 64 | -13 | 41 |
15 | West Ham | 36 | 10 | 10 | 16 | 42 | 59 | -17 | 40 |
16 | Man Utd | 36 | 10 | 9 | 17 | 42 | 53 | -11 | 39 |
17 | Tottenham | 36 | 11 | 5 | 20 | 63 | 59 | +4 | 38 |
18 | Ipswich Town | 36 | 4 | 10 | 22 | 35 | 77 | -42 | 22 |
19 | Leicester | 36 | 5 | 7 | 24 | 31 | 78 | -47 | 22 |
20 | Southampton | 36 | 2 | 6 | 28 | 25 | 82 | -57 | 12 |
Athugasemdir