banner
   mið 19. febrúar 2020 09:37
Magnús Már Einarsson
Wenger vill breytingar á rangstöðureglunni
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, vill sjá breytingar á rangstöðureglunni fyrir EM í sumar. Rætt verður um rangstöðuregluna á fundir reglugerðarnefndar í Belfast í næstu viku.

Nokkur mörk hafa verið dæmt af í ensku úrvalsdeildinni með hjálp VAR vetur þar sem leikmenn hafa verið rangstæðir þar sem handakrikinn eða tærnar eru fyrir innan.

Wenger, sem vinnur í þróunarmálum hjá FIFA, telur að þessu þurfi að breyta en hann vill að sóknarmenn njóti vafans meira.

„Þú verður ekki rangstæður ef einhver hluti af líkamanum sem getur skorað mark er samsíða aftasta varnarmanni, jafnvel þó að aðrir líkamshlutar séu fyrir framan varnarmanninn," sagði Wenger um tillögu sína.

„Þetta mun leysa þetta og við erum ekki lengur með ákvarðanir sem snúa að millimetrum þegar sóknarmaðurinn er fyrir framan varnarlínuna."
Athugasemdir
banner
banner
banner