banner
   fös 19. febrúar 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Elliði fær fjóra nýja leikmenn (Staðfest)
Ágúst Freyr Hallsson
Ágúst Freyr Hallsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elliði hefur fengið fjóra nýja leikmenn til liðs við sig fyrir átökin í 3. deildinni í sumar.

Águst Freyr Hallsson er framherji sem kemur á láni frá Gróttu. Síðasta sumar lék hann fjóra leiki fyrir Gróttu í Pepsi Max deildinni og sjö leiki fyrir ÍR í 2. deild. Hann er Elliðamönnum vel kunnugur enda uppalinn í Árbænum og spilaði nokkra leiki sumarið 2017 með Elliða.

Ásgrímur Þór Bjarnason er skapandi miðjumaður sem kemur frá Ægi. Hann hefur spilað 60 leiki með sunnanmönnum og skorað í þeim 18 mörk.

Richard Már Guðbrandsson er fjölhæfur miðjumaður/kantmaður/bakvörður sem kemur aftur í Árbæinn eftir stutta dvöl hjá Birninum.

Björn Mikael Karelsson er ungur og efnilegur markvörður frá KFR sem hefur þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára spilað með meistaraflokki KFR frá 2018.

Elliði vann Árborg í úrslitaleik í C-deild Fótbolta.net mótsins í vikunni en liðið hefur leik í Lengjubikarnum gegn Þrótti Vogum á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner