Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 19. febrúar 2021 13:30
Magnús Már Einarsson
Kane bað um frí í gær - Klár á sunnudag
Mynd: Getty Images
Harry Kane, fyrirliði Tottenham, fékk hvíld í gær þegar liðið vann Wolfsberger 4-1 í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Kane er nýkominn til baka eftir meiðsli en hann hafði spilað þrjá leiki á sex dögum áður en kom að leiknum í gær.

Kane óskaði því eftir að fá hvíld í gær en Jose Mourinho, stjóri Tottenham, reiknar með að framherjinn öflugi verði klár í slaginn gegn West Ham á sunnudaginn.

„Hann er reyndur náungi sem hefur lent í meiðslum í fortíðinni. Hann þekkir líkama sinn betur en allir aðrir," sagði Mourinho.

„Hann veit að ég vil að hann spili allar mínútur í öllum leikjum en þetta var aldrei spurning um val. Ég vildi koma hingað með besta liðið og að leikmenninrir myndu gefa okkur sem bestan möguleika á að vinna leikinn og ná góðum úrslitum. Hann tók hins vegar ákvörðun út frá tilfinningu sinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner