Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 19. mars 2023 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Ægir fær tvo á láni frá Fjölni (Staðfest)
Mynd: Ægir
Daníel Smári Sigurðsson og Baldvin Þór Berndsen spila með Ægi í Lengudeildinni í sumar á láni frá Fjölni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ægismönnum.

Daníel, sem er fæddur árið 2003, er miðvörður og hefur verið lykilmaður í 2. flokki félagsins síðustu ár en hann varð Íslandsmeistari með liðinu síðasta sumar.

Hann mun spila á láni út tímabilið með Ægi sem fékk sæti í Lengjudeildinni eftir að KSÍ hafnaði þátttökuleyfi Kórdrengja.

Baldvin Þór er fæddur árið 2004, spilaði níu leiki með Fjölni í Lengjudeildinni á síðasta ári og kemur því með smá reynslu inn í Ægisliðið.

Báðir spiluðu í 5-2 sigri Ægis á Árbæ í Lengjubikarnum í gær.

Ægir hafnaði í 3. sæti í 2. deild á síðasta ári en eins og áður segir fór liðið upp í Lengjudeildina þar sem þáttökuleyfi félagsins var hafnað. KV, sem hafnaði í næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar á síðasta ári, hefur að vísu kært niðurstöðu KSÍ, en það ætti að skýrast betur á næstu vikum hvað verður.
Athugasemdir
banner
banner
banner