Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 11. janúar 2026 18:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Enski bikarinn: Welbeck innsiglaði sigurinn á Old Trafford
Mynd: EPA
Sesko er búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum
Sesko er búinn að skora þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum
Mynd: EPA
Manchester Utd 1 - 2 Brighton
0-1 Brajan Gruda ('12 )
0-2 Danny Welbeck ('64 )
1-2 Benjamin Sesko ('85 )

Man Utd er úr leik í enska bikarnum eftir tap gegn Brighton á Old Trafford í kvöld.

Diogo Dalot fékk dauðafæri strax á 2. mínútu en Jason Steele í marki Brighton náði að loka á skotið. Steele var í stuði í upphafi leiks en hann varði gott skot frá Bruno Fernandes stuttu síðar.

Brajan Gruda kom Brighton yfir eftir rúmlega tíu mínútna leik. Georginio Rutter átti skalla á markið eftir fyrirgjöf frá Danny Welbeck en Lisandro Martinez bjargaði á línu, boltinn barst til Gruda sem skoraði.

Strax í kjölfarið átti Senne Lammens hrikalega sendingu beint á Welbeck en hann varði frá honum. Boltinn barst til Rutter sem setti boltann yfir úr dauðafæri en var dæmdur rangstæður.

Matheus Cunha fékk gott færi undir lok fyrri hálfleiks til að jafna metin en skaut framhjá markinu.

Eftir rúmlega klukkutíma leik sendi Gruda á Welbeck sem skoraði með föstu skoti inn á teignum.

Hinn 18 ára gamli Shea Lacey kom inn á hjá Man Utd og hann átti góða fyrirgjöf á Benjamin Sesko en hann skallaði framhjá. Þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma náði Sesko að minnka muninn þegar hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu.

Fimm mínútum var bætt við en Man Utd spilaði manni færri í uppbótatímanum þar sem Lacey fékk sitt annað gula spjald fyrir að bregðast illa við eftir að hafa brotið á Ferdi Kadioglu.

Man Utd tókst ekki að jafna metin og Brighton er því komið áfram í 4. umferð.
Athugasemdir
banner
banner
banner