Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 11. janúar 2026 16:18
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ekki amalegt að fá lyklana að Lerkendal“
Alfreð Finnbogason er fyrrum landsliðsmaður Íslands.
Alfreð Finnbogason er fyrrum landsliðsmaður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru stór tíðindi í síðustu viku þegar norska stórliðið Rosenborg tilkynnti að Alfreð Finnbogason, fyrrum landsliðsmaður Íslands, hefði verið ráðinn yfirmaður fótboltamála hjá félaginu.

Tómas Þór Þórðarson segir í útvarpsþættinum Fótbolti.net að það komi sér á óvart að Alfreð fái svona stórt starf á þessum tímapunkti.

„Þetta er alveg magnað. Fyrstu fréttir voru að hann væri á leið í starf hjá Rosenborg. Ég hélt að hann væri að koma inn sem einhver sérfræðingur, hann er menntaður í fræðunum og myndað sér mikið af tengslum. Það er ekki amalegt að fá lyklana að Lerkendal," segir Tómas en Lerkendal er heimavöllur liðsins.

„Þegar maður heyrði að hann væri að mennta sig í þessum fræðum, hafandi spilað í öllum þessum löndum, kynnst öllu þessu fólki og eins klár maður og hann er, með öll þessi tungumál og það, þá hugsaði maður að hann myndi ná alveg á toppinn í þessum bransa," segir Elvar Geir Magnússon í þættinum og Tómas Þór tekur undir.

„Ekki spurning. Ég bjóst samt ekki endilega við að hann myndi byrja í Rosenborg en það finnst mér enn merkilegra og enn flottara fyrir hann. Það verður spennandi að sjá. Rosenborg er risastór klúbbur en hefur verið í brasi, sérstaklega á þeirra mælikvaraða, í ansi langan tíma. Það eru alltaf rosalegar væntingar en þeir eru ekki lengur að koma sér í Evrópu," segir Tómas. Rosenborg er sigursælasta félag Noregs en endaði í sjöunda sæti norsku deildarinnar í fyrra.

Tómas segir fróðlegt að sjá hvort það verði breytingar á stefnu Breiðabliks eftir þessi tíðindi en Alfreð var í starfi bak við tjöldin í Kópavoginum.

„Alfreð hefur verið tæknilegur ráðgjafi og að leggja línurnar í Kópavogi. Hann fær þetta magnaða starf og Eyjólfur Héðinsson er orðinn yfirmaður fótboltamála hjá Breiðabliki. Það er spurning hvort það eigi að fara eftir línunni hjá Alfreð eða hvort þeir bakki úr henni," segir Tómas.
Útvarpsþátturinn - Nýjustu sambýlismennirnir
Athugasemdir
banner
banner
banner