Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 11. janúar 2026 15:26
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Man Utd og Brighton: Mainoo byrjar á Old Trafford í fyrsta sinn síðan í maí í fyrra
Mainoo fær tækifæri í byrjunarliðinu.
Mainoo fær tækifæri í byrjunarliðinu.
Mynd: EPA
Núna klukkan 16:30 er að hefjast leikur Manchester United og Brighton í FA-bikarnum. Darren Fletcher bráðabirgðastjóri United teflir fram hinum tvítuga Kobbie Mainoo í byrjunarliðinu.

Mainoo er að byrja í fyrsta sinn á Old Trafford síðan í maí í fyrra og er aðeins að spila sinn annan byrjunarliðsleik á tímabilinu. Hann var ekki í miklum metum hjá Rúben Amorim sem var rekinn fyrir viku síðan.

Casemiro byrjar á bekknum en Luke Shaw er ekki í leikmannahópsnum. Mason Mount og Leny Yoro koma inn í byrjunarliðið. Tvíburasynir Fletcher; Tyler og Jack, eru báðir meðal varamanna.

Hjá Brighton er Danny Welbeck, fyrrum leikmaður Manchester United, með fyrirliðabandið.

Byrjunarlið Manchester United: Lammens, Dalot, Yoro, Martinez, Dorgu, Ugarte, Mainoo, Mount, Bruno Fernandes, Cunha, Sesko.

(Varamenn: Bayindir, Maguire, Zirkzee, Malacia, Casemiro, Heaven, J Fletcher, T Fletcher, Lacey)

Byrjunarlið Brighton: Steele, Hinselwood, Veltman, Coppola, Boscagli, Gross, Kadioglu, Gomez, Gruda, Rutter, Welbeck.

(Varamenn: Verbruggen, Dunk, Van Hecke, Watson, Kostoulas, Mitoma, Ayari, Tasker, Howell)




Athugasemdir
banner
banner