Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Brentford fær ungan Belga (Staðfest)
Mynd: Brentford
Brentford hefur gengið frá kaupum á belgíska framherjanum Kaye Furo frá Club Brugge. Hann skrifar undir fimm og hálfs árs samning.

Hann er aðeins 18 ára gamall en hann verður hluti af aðalliðinu. Brentford borgaði Club Brugge um níu milljónir punda fyrir hann.

Hann skoraði eitt mark í fimm deildarleikjum fyrir Brugge en hann kom við sögu í Meistaradeildinni gegn Arsenal í síðasta mánuði.

„Kaye er leikmaður sem við höfum fylgst með lengi og við erum spenntir að fá hann. Ég kann að meta hans eiginleika og ég veit að við getum þróað leik hans í umhverfinu sem við höfum búið til. Hann verður án efa mikilvægur fyrir okkur," sagði Keith Andrews, stjóri Brentford.
Athugasemdir
banner