Dundee FC 0-1 Hearts
0-1 Braga ('27)
Rautt spjald: Alexander Schwolow ('45+3)
Tómas Bent Magnússon heldur áfram að gera góða hluti í Skotlandi. Hann lék allan leikinn í 1-0 iðnaðarsigri á Dundee FC í dag.
0-1 Braga ('27)
Rautt spjald: Alexander Schwolow ('45+3)
Tómas Bent Magnússon heldur áfram að gera góða hluti í Skotlandi. Hann lék allan leikinn í 1-0 iðnaðarsigri á Dundee FC í dag.
Claudio Braga kom Hearts yfir eftir tæplega hálftíma leik er hann átti hnitmiðað skot fyrir utan teig.
Þýski markvörðurinn Alexander Schwolow gerði liðsfélögum sínum í Hearts þó erfitt fyrir er hann lét reka sig af velli þegar langt var liðið á uppbótartíma fyrri hálfleiks.
Hearts þéttu þó raðirnar í síðari hálfleik og héldu út eins marks forystu sinni og uppskáru mikilvægan sigur. Hinn 43 ára gamli markvörður Craig Gordon kom inn af bekknum og átti frábæra frammistöðu.
Liðið er nú með sex stiga forystu á toppi skosku deildarinnar. Celtic, sem eru í öðru sæti, unnu sannfærandi 4-0 sigur á Dundee United í gær. Ríkjandi Skotlandsmeistararnir réðu Martin O'Neill á ný í síðustu viku eftir að Wilfried Nancy var rekinn eftir aðeins mánuð í starfi.
Athugasemdir



