Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 11. janúar 2026 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Áhugi Aston Villa setur allt af stað hjá Tottenham
Mynd: EPA
Tottenham vill fá Conor Gallagher, miðjumann Atletico Madrid í janúar. Football.London greinir frá þessu.

Tottenham ætlar að styrkja hópinn í janúar en liðinu hefur gengið illa á tímabilinu og það er óvíst hvort Thomas Frank muni stýra liðinu út tímabilið eftir tap gegn Aston Villa í enska bikarnum um helgina.

Tottenham mun einmitt berjast við Aston Villa um Gallgher en Villa er þegar í viðræðum við Atletico Madrid.

Tottenham hefur nú sett mikið púður í að reyna fá Gallagher en félagið hefur lengi haft áhuga á honum. Félagið reyndi við hann áður en hann gekk til liðs við Atletico frá Chelsea árið 2024.

Atletico er aðeins tilbúið að hlusta á kauptilboð. Félagið vill ekki lána hann í janúar með kaupmöguleika.
Athugasemdir
banner
banner