Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
banner
   mán 12. janúar 2026 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kjarnafæðimótið: KA valtaði yfir Völsung og Þór náði ekki að vinna KFA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í KJarnafæði mótinu um helgina en það er ljóst hvaða lið fara í undanúrslitin.

KA mætti Völsungi í Boganum og valtaði yfir Húsvíkinga 9-1. Margir voru fjarverandi hjá Völsungi vegna veikinda og meiðsla en KA lánaði unga leikmenn yfir.

Elfar Árni Aðalsteinsson kom Völsungi yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu en KA tók þá algjörlega yfir. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði þrennu, Jakob Héðinn Róbertsson skoraði tvennu, Snorri Kristinsson, Viktor Breki Hjartarson og Ívar Örn Árnason skoruðu sitt markið hver.

KA menn öruggir í undanúrslit en á morgun skýrast línur endanlega þegar Þór2 og Dalvík eigast við. Þar geta Þórsarar tryggt sér sigur í riðlinum.

Þór og KFA mættust í ansi bragdaufum leik sem endaði með marklausu jafntefli. Þór var mikið meira með boltann án þess að skapa sér almennileg færi. Ágúst Eðvald Hlynsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið eftir komuna frá Vestra í vetur. Þór og Magni eru komin í undanúrslitin.


Athugasemdir
banner
banner