Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu: Barcelona vill halda Rashford - Chelsea leiðir baráttuna um Vinicius
   sun 11. janúar 2026 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hörður Björgvin hafði betur gegn Hirti - Endrick hetjan gegn Lille
Mynd: Aðsent
Hörður Björgvin Magnússon, leikmaður Levadiakos, og Hjörtur Hermannsson, leikmaður Volos, mættust í grísku deildinni í dag.

Levadiakos fór með 3-1 sigur af hólmi en liðið situr í 4. sæti með 31 stig eftir 16 umferðir. Volos er með 25 stig í 6. sæti.

Sverrir Ingi Ingason kom inn á undir lokin þegar Panathinaikos vann Paneserraikos 3-0. Panathinaikos er í 5. sæti með 25 stig eins og Volos.

Tómas Bent Magnússon var í byrjunraliði Hearts sem vann Dundee FC 1-0 í skosku deildinni. Kjartan Már Kjartansson var ekki með þegar Aberdeen tapaði 2-0 gegn Rangers. Hearts er á toppnum með 47 stig eftir 21 umferð. Rangers fór upp fyrir Celtic í 2. sæti með 44 stig en er búið að spila 22 leiki. Aberdeen er í 8. sæti með 25 stig eftir 22 umferðir.

Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan leikinn þegar Lille tapaði 2-1 gegn Lyon í 32-liða úrslitum franska bikarsins. Endrick, lánsmaður frá Real Madrid, tryggði Lyon sigurinn í sínum fyrsta leik.

Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina sem tapaði 1-0 gegn Lecco í ítölsku C-deildinni. Markús Páll Ellertsson kom inn á undir lokin. Triestina er á botninum með tvö stig í mínus eftir 21 umferð
Athugasemdir
banner