Shea Lacey, 18 ára gamall leikmaður Man Utd, var rekinn af velli í tapi liðsins gegn Brighton í kvöld. Darren Fletcher, bráðabirgðastjóri Man Utd, var ekki sáttur með dóminn.
Lacey fékk sitt annað gula spjald undir lok leiksins fyrir að bregðast illa við eftir að hafa brotið á Ferdi Kadioglu.
Lacey fékk sitt annað gula spjald undir lok leiksins fyrir að bregðast illa við eftir að hafa brotið á Ferdi Kadioglu.
„Gula spjaldið sem Shea Lacey fékk þar sem hann gerir mistök og er rekinn af velli er fáránlegt miðað við brotin sem við fengum okkur allan á okkur allan leikinn. Fyrir mér er þetta léleg dómgæsla," sagði Fletcher.
„Hann er vonsvikinn því honum er ekki sama, hann veit að hann mun læra af þessu. Það er enginn vafi um hans hæfileika og þetta var mikill lærdómur fyrir hann en við trúum á Shea. Hann er einn af okkar mest spennandi leikmönnum og ég er viss um að hann fái tækifæri til að bæta upp fyrir þetta á Old Trafford.
Athugasemdir





