Gabriel Martinelli skoraði sína fyrstu þrennu fyrir Arsenal í dag þegar liðið vann Portsmouth 4-1 í enska bikarnum.
Mikel Arteta var virkilega ánægður með hann en Martinelli hefur verið mikið í fréttum í vikunni eftir að hafa ýtt við sárþjáðum Conor Bradley í leik Arsenal gegn Liverpool á fimmtudagskvöld.
Mikel Arteta var virkilega ánægður með hann en Martinelli hefur verið mikið í fréttum í vikunni eftir að hafa ýtt við sárþjáðum Conor Bradley í leik Arsenal gegn Liverpool á fimmtudagskvöld.
„Þetta er hluti af fótbolta svo er þetta spurning hvernig þú tekst á við það. Hann vissi af hverju hann gerði þetta. Arne Slot talaði frábærlega eftir leikinn, hann útskýrði atvikið og að Martinelli hafi ekki ætlað sér að meiða neinn. Það er hans persónuleiki og skuldbinding. Við tölum á vellinum og það er besti hluti fótboltans," sagði Arteta.
„Stundum spilar hann ekki, stundum spilar hann vel og stundum ekki. Hann skoraði þrennu í dag og hann mun æfa á 100 km hraða á morgun. Hann mun ekki breyta því, svona er hann."
Athugasemdir



