Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
   mán 12. janúar 2026 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Napoli á eftir miðjumanni Wolves
Joao Gomes
Joao Gomes
Mynd: EPA
Napoli hefur áhuga á Joao Gomes, miðjumanni Wolves, samkvæmt heimildum Sky á Ítalíu.

Gomes er 24 ára gamall Brasilíumaður en hann gekk til liðs við Wolves frá Flamengo árið 2023 fyrir 19 milljónir evra.

Gomes hefur verið lykilmaður í liði Wolves á þessu tímabili en hann hefur komið við sögu í 20 af 21 leik í deildinni þar sem Wolves situr á botninum með aðeins sjö stig.

Napoli, sem er ríkjandi deildarmeistari á Ítalíu, vill fá hann næsta sumar en hann er metinn á 40 milljónir evra. Napoli er í 3. sæti ítölsku deildarinnar með 39 stig eftir 19 umferðir, fjórum stigum á eftir toppliði Inter.

Ítalski boltinn er á Livey en hægt er að nálgast áskrit með því að smella á tengilinn
Athugasemdir
banner
banner