Brighton vann Man Utd í 3. umferð enska bikarsins í kvöld en Danny Welbeck, fyrrum leikmaður Man Utd, var hetja Brighton.
Brajan Gruda sá til þess að Brighton var með forystu í hálfleik. Welbeck skoraði annað mark liðsins með föstu skoti inn á teignum eftir sendingu frá Gruda.
Hinn 18 ára gamli Shea Lacey, leikmaður Man Utd, var rekinn af velli undir lok leiksins.
Man Utd er úr leik í enska bikarnum og deildabikarnum en liðið tapaði gegn D-deildarliði Grimsby í deildabikarnum. Þetta er í fyrsta sinn frá tímabilinu 1981-1982 sem Man Utd tapar í fyrsta leik í báðum keppnunum.
Sjáðu allt það helsta úr leiknum hér fyrir neðan.
Brajan Gruda sá til þess að Brighton var með forystu í hálfleik. Welbeck skoraði annað mark liðsins með föstu skoti inn á teignum eftir sendingu frá Gruda.
Hinn 18 ára gamli Shea Lacey, leikmaður Man Utd, var rekinn af velli undir lok leiksins.
Man Utd er úr leik í enska bikarnum og deildabikarnum en liðið tapaði gegn D-deildarliði Grimsby í deildabikarnum. Þetta er í fyrsta sinn frá tímabilinu 1981-1982 sem Man Utd tapar í fyrsta leik í báðum keppnunum.
Sjáðu allt það helsta úr leiknum hér fyrir neðan.
Manchester Utd 1 - 2 Brighton
0-1 Brajan Gruda ('12 )
0-2 Danny Welbeck ('64 )
1-2 Benjamin Sesko ('85 )
Athugasemdir



