Heimild: KSÍ
KM er Íslandsmeistari í Futsal karla, fótbolta innanhúss, 2026.
Á heimasíðu KSÍ kemur fram að húsfyllir hafi verið þegar liðin mættust í æsispennandi úrslitaleik í Digranesi í gær.
Knattspyrnufélagið Miðbær vann Ísbjörninn í 5-4 í æsispennandi framlengdum úrslitaleik. Ísbjörninn hafði unnið keppnina í fjögur ár í röð.
Á heimasíðu KSÍ kemur fram að húsfyllir hafi verið þegar liðin mættust í æsispennandi úrslitaleik í Digranesi í gær.
Knattspyrnufélagið Miðbær vann Ísbjörninn í 5-4 í æsispennandi framlengdum úrslitaleik. Ísbjörninn hafði unnið keppnina í fjögur ár í röð.
KM hafði unnið sigur á Fjölni í undanúrslitum á meðan Ísbjörninn hóf leið sína í úrslitin í umspili um sæti í undanúrslitum. Þar vann liðið Aftureldingu/Hvíta/Álafoss áður en það vann svo Þrótt/SR í undanúrslitum.
KM fær því þátttökurétt fyrir hönd Íslands í Evrópukeppni félagsliða í Futsal.
Athugasemdir



