Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   sun 19. mars 2023 13:06
Aksentije Milisic
Byrjunarlið Arsenal og Crystal Palace: Saliba ekki í hóp - Whitworth í markinu

Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag en þá mætast Arsenal og Crystal Palace á Emirates vellinum í London.


Arsenal er á toppnum en með sigri í dag getur liðið farið inn í landsleikjahléið með átta stiga forskot á Manchester City. Crystal Palace hefur enn ekki unnið leik á árinu en liðið er í þrettánda sæti deildarinnar, þremur stigum frá fallsæti.

Patrick Vieira var rekinn frá félaginu fyrir helgi og því mun Paddy McCarthy stýra liðinu í leiknum í dag. Hann er þjálfari U21 árs liðs Crystal Palace. Talið er að Roy Hodgson gæti tekið við liðinu á næstu dögum.

Arsenal féll óvænt úr leik í Evrópudeildinni á fimmtudeginum en þá tapaði liðið í vítaspyrnukeppni gegn Sporting Lissabon.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, setur Rob Holding í byrjunarliðið en þetta er hans fyrsti byrjunarliðsleikur í deildinni síðan í síðustu umferðinni á síðasta tímabili.

William Saliba er ekki klár í slaginn en hann meiddist í leiknum gegn Sporting Lissabon. Ben White er í bakverðinu en Takehiro Tomiyasu og Eddie Nketiah eru meiddir og ekki í hópnum. Þá er Gabriel Jesus á bekknum.

Vicente Guaita er ekki klár í slaginn hjá Palace og því verður Joe Whitworth áfram í markinu.

Arsenal: Ramsdale; White, Holding, Gabriel, Zinchenko; Partey, Xhaka; Saka, Odegaard, Martinelli; Trossard.
(Varamenn: Turner, Tierney, Jesus, Smith Rowe, Kiwior, Jorginho, Vieira, Nelson, Walters.)

Crystal Palace: Whitworth; Ward, Andersen, Guehi, Mitchell; Milivojevic, Doucoure, Schlupp; Olise, Edouard, Zaha.
(Varamenn: Goodman, Tomkins, Ayew, Eze, Mateta, Clyne, Hughes, Richards, Ahamada.)


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Bournemouth 9 5 3 1 16 11 +5 18
3 Tottenham 9 5 2 2 17 7 +10 17
4 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
5 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
6 Man City 9 5 1 3 17 7 +10 16
7 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
8 Liverpool 9 5 0 4 16 14 +2 15
9 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
10 Aston Villa 9 4 3 2 9 8 +1 15
11 Chelsea 9 4 2 3 17 11 +6 14
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 9 3 3 3 9 8 +1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
19 West Ham 9 1 1 7 7 20 -13 4
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner